AkureyrarAkademían leggur áherslu á að miðla þekkingu og skapandi hugmyndum til samfélagsins og að stuðla að umræðum.
Það gerum við með því að bjóða upp á fjölbreytta viðburði sem hafa það markmið að tengja saman mismunandi hópa og að virkja almenning til þátttöku.
Fjölbreytt starfsemi þjónar öllum aldurshópum en sérstök áhersla er lögð á að sinna eldri borgurum.