Samkvæmt samstarfssamningi Akureyrarbæjar og AkureyrarAkademíunnar býðst einstaklingum að fá endurgjaldslausa vinnuaðstöðu hjá Akademíunni til að vinna að þróun nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna sem Akureyrarbær greiðir fyrir.
Vinnuaðstaðan er auglýst laus til umsóknar tvisvar á ári. Úthlutað er til sex mánuða hverju sinni, annars vegar frá 1. mars til 31. ágúst og hins vegar frá 1. september til 28. febrúar. Umsóknir um heil tímabil hafa að öðru jöfnu forgang en heimilt er að úthluta vinnuaðstöðu til skemmri tíma en sex mánuða.
Við mat á umsóknum skal m.a. tekið mið af eftirfarandi þáttum:
- Nýsköpunargildi þeirra hugmynda sem felast í því verkefni sem umsækjendur ætla að vinna að.
- Að öðru jöfnu skal miða við að hugmynd og/eða viðskiptaáætlun sé í þróun og að eiginleg starfsemi sé ekki hafin. Gæta skal þess að verkefni umsækjanda sé ekki í samkeppni við starfsemi sem fyrir er á markaði.
- Að verkefni umsækjanda falli vel að því starfi sem fyrir er hjá AkureyrarAkademíunni.
Umsóknir skal senda til Akademíunnar og sér úthlutunarnefnd samstarfsaðila um að meta þær og afgreiða.
- Samstarfssamningur AkureyrarAkademíunnar og Akureyrarbæjar 16. maí 2024, sjá hér - og verklagsreglur um auglýsingar og umsóknir, sjá hér.
- Samstarfssamningur AkureyrarAkademíunnar og Akureyrarbæjar, 25. maí 2021. Sjá hér
- Fylgiskjal með samstarfssamningi AkureyrarAkademíunnar og Akureyrarbæjar, 20. maí 2021. Sjá hér