ReykjavíkurAkademían

AkureyrarAkademían og ReykjavíkurAkademían eru systurstofnanir og hafa lengi haft með sér farsælt samstarf. 

Lögð er áhersla á að efla samstarf milli Akademíanna og fræðimanna þeirra með áherslu á samráðsfundi og málþing, miðlun hagnýtra og stjórnunartengdra upplýsinga, rannsóknir og miðlun og nýtingu aðstöðu og húsnæðis. 

Akademíurnar hafa einnig gert með sér samkomulag um að þeir sem leigja vinnuaðstöðu á hvorum stað fyrir sig geti fengið endurgjaldslaus afnot af vinnuaðstöðu í hinni Akademíunni, allt að einum mánuði. Aðgangur að vinnuaðstöðu samkvæmt þessu er þó kominn undir því að fyrir hendi sé laus aðstaða hverju sinni en Akademíurnar munu þó kappkosta að útvega vinnuaðstöðu þegar eftir henni er leitað. Aðgangur fræðimanna að annarri þjónustu Akademíanna er alltaf opinn og endurgjaldslaus.

Miðað er við að afnot fræðimanna af gagnkvæmri vinnuaðstöðu sem stendur í fimm daga eða lengur ljúki með því að viðkomandi fræðimaður haldi stutt erindi um það verkefni sem unnið var að. Þá er einnig æskilegt að fræðimenn sem staldra styttra við þakki fyrir sig á sama hátt. Nánari upplýsingar um þessa möguleika má nálgast hjá skrifstofum Akademíanna.

  • Samstarfssamningur AkureyrarAkademíunnar og ReykjavíkurAkademíunnar, 15. maí 2024. Sjá hér
  • Viðbót við samstarfssamning AkureyrarAkademíunnar og ReykjavíkurAkademíunnar frá 21. apríl 2021, viðbót gerð 15. desember 2021. Sjá hér 
  • Samstarfssamningur AkureyrarAkademíunnar og ReykjavíkurAkademíunnar, 21. apríl 2021. Sjá hér 
  • Samstarfssamningur AkureyrarAkademíunnar og ReykjavíkurAkademíunnar, 23. apríl 2018. Sjá hér