Akureyri í myndlist. Fyrirlestur Heiðu Bjarkar Vilhjálmsdóttur, verkefnastjóra fræðslu og miðlunar hjá Listasafninu á Akureyri, í salnum á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, Vestursíðu 9, Akureyri, föstudaginn 7. júní kl. 13:30.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um valin verk úr safneign Listasafnsins. Skoðuð verða sérstaklega verk þar sem Akureyri og nærsveitir eru myndefnið og meðal annars tekin dæmi af verkum eftir listamennina Freymóð Jóhannsson, Einar Helgason, Elísabetu Geirmundsdóttur, Guðmund Ármann Sigurjónsson, Katrínu Jósepsdóttur og Kristínu Jónsdóttur.
Fyrirlesturinn er hluti af viðburðaröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna og aðra bæjarbúa. Norðurorka styrkir viðburðinn.
Öll hjartanlega velkomin!