Fyrirlestur listakonunnar Guðrúnar Hallfríðar Bjarnadóttur – Höddu - í salnum á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð, Austurbyggð 17, Akureyri, föstudaginn 19. maí, kl. 13:30.
Í fyrirlestrinum fjallar Hadda um hvernig sauðkindin, og afurðir hennar, hafa nært sköpunarsögu okkar frá upphafi byggðar á Íslandi og veitt innblástur í verklega og andlega list og handíð.
Hadda býr í Eyjafjarðarsveit og starfrækir vinnustofu og galleríið Dyngjan-listhús. Þar nýtur hún fegurðar sveitarinnar og málar, spinnur, vefur, sinnir býflugum, tekur á móti gestum, heldur sýningar og býður upp á ýmiskonar námskeið.
Viðburðurinn er hluti af fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og hjúkrunar- og dvalarheimilanna á Akureyri á þessu ári fyrir íbúa heimilanna og aðra bæjarbúa.
Menningar- og viðurkenningasjóður styrkir fyrirlestraröðina á þessu ári.
Öll velkomin - ókeypis aðgangur