Fyrirlesturinn heitir: Sigríður á Tjörn. Lífsganga sveitakonu. Myndbrot og minningar. Fyrirlesturinn byggist á textum sem börn Sigríðar hafa safnað og gefið út í bók sem Sigríður hefur skrifað og viðtölum sem hafa verið tekin við hana. Fjallað verður um minningar Sigríðar um æsku og uppvöxt í Skagafirði, lesnar stuttar glefsur úr sendibréfum sem hún ritaði og sýndar myndir úr lífi hennar.