Hernámsárin á Akureyri

 

Í september 1939 skall á skelfilegasta stríð veraldarsögunnar. Árið eftir var Ísland hertekið af breskum her. Hvernig kom þessi mikli hildarleikur við Akureyringa? Hvenær komu hermennirnir til Akureyrar og hvar settu þeir niður herbúðir sínar? Hvernig brugðust bæjarbúar við hernámsliðinu og hvaða áhrif hafði hernámið á mannlífið hér í bænum? Í fyrirlestrinum segir Jón Hjaltason sagnfræðingur frá hernámsárunum á Akureyri og bregður upp fjölda ljósmynda frá veru breska hersins í bænum.

Fyrirlesturinn fer fram á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, Vestursíðu 9, Akureyri, föstudaginn 21. október og hefst kl. 13:30.

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna og aðra bæjarbúa. Norðurorka hf. styrkir fyrirlestraröðina.

Öll velkomin og enginn aðgangseyrir.