Verkefnið hlaut styrk úr Jafnréttissjóði Íslands og er markmið þess að hvetja konur til þátttöku og áhrifa innan verkalýðshreyfingarinnar.
Fyrsta námskeiðið fer fram í sal Einingar- Iðju, laugardaginn 10. nóvember, kl. 10:00-17:00. Námskeiðið er opið öllum konum sem eru félagar í Starfsgreinasambandi Íslands eða í starfsmannafélögum sveitarfélaganna, þeim að kostnaðarlausu. Skráning skal berast í síðasta lagi fimmtudaginn 8. nóvember á netfangið: kristinheba@akak.is eða í síma: 461- 4006.