Stelpur, konur og kerlingar í ljóðum, lausu máli og söng. Dagskrá Þórarins Hjartarsonar í salnum á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Austurbyggð 17, Akureyri, föstudaginn 23. ágúst, kl. 13:30.
Þórarinn Hjartarson er stálsmiður, kvæðamaður, trúbador og eftirlaunaþegi.
Efni dagskrárinnar verður ýmist um kvenfólk eða eftir kvenfólk, og frekar á léttum nótum heldur en hitt. Af nógu er taka þegar kemur að vísum um þetta efni:
Fyrsti eiginmaður orti:
Læt ég fyrir ljósan dag
ljós um húsið skína.
Ekki til að yrkja brag
eða kippa neinu í lag
heldur til að horfa á konu mína.
Annar hafði það svona:
Vondslega hefur oss veröldin blekkt
vilja og rænu svift mig,
Hefði ég betur hana þekkt
hefði ég aldrei gift mig.
Dagskráin er hluti af viðburðaröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna og aðra bæjarbúa. Menningar- og viðurkenningasjóður KEA styrkir viðburðinn.
Öll hjartanlega velkomin!