Í erindinu rekur Sigurgeir rannsóknarhefðir nágrannalandanna í geðheilbrigðissögu. Í kjölfarið verður kynnt hvaða kenningar liggja til grundvallar rannsókninni og hverju var hafnað. Við rannsóknina var notast við margvíslegar heimildir, s.s. opinber gögn og efni frá einstaklingum. Bæði var stuðst við textagreiningu (eigindleg nálgun) og megindlega nálgun (sbr. manntöl og aðrar tölulegar upplýsingar). Uppbygging ritgerðarinnar og tímarammi ásamt niðurstöðum verða kynntar. Að lokum verður varpað ljósi á hvaða þýðingu rannsóknin hefur fyrir íslenska sagnfræði.