Aðbúnaður geðveiks fólks á Akureyri og í nágrannabyggðum á 19. öld

Fyrirlestur Sigurgeirs Guðjónssonar, sagnfræðings, í salnum á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, Vestursíðu 9, Akureyri, föstudaginn 29. september, kl. 13:30.

Í fyrirlestrinum er lífsháttum og örlögum valinna einstaklinga lýst eftir því sem finna má í heimildum, fjallað er um viðbrögð bæjaryfirvalda og hreppa við aðstæðum og hvernig heilbrigðisyfirvöld reyndu að stíga sín fyrstu skref í átt að velferðarsamfélagi nútímans.

Viðburðurinn er hluti af fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og hjúkrunarheimilanna á Akureyri á þessu ári fyrir íbúa heimilanna og aðra bæjarbúa.

Menningar- og viðurkenningasjóður KEA styrkir fyrirlestraröðina á þessu ári. 

Öll velkomin!