Síðasliðið sumar fengu samstarfsaðilarnir styrk úr Jafnréttissjóði Íslands vegna námskeiðanna Konur taka af skarið! Markmið þeirra var að hvetja konur til þátttöku og áhrifa innan verkalýðshreyfingarinnar. Nú þegar verkefninu er lokið hafa tæplega fimmtíu konur sótt námskeiðið og við erum sannfærð um að þær eiga eftir að setja mark sitt á verkalýðsbaráttuna á næstu árum. Við erum gríðarlega stolt af þessu verkefni sem kviknaði sem lítil hugmynd í AkureyrarAkademíunni fyrir rúmu ári síðan.