AkureyrarAkademían hlaut styrk úr samfélagssjóði Norðurorku

Í haust hófst nýtt samstarfsverkefni AkureyrarAkademíunnar og öldrunarheimila Akureyrar en í því felst að boðið er upp á fræðandi erindi fyrir íbúana á heimilunum. Sett hefur verið upp fyrirlestraröð en íbúar og starfsfólk heimilanna völdu fjögur erindi úr tólf tillögum sem bárust frá félögum AkAk.

Styrkurinn kemur að góðum notum til fjármögnunar á þessu samstarfsverkefni. Nú þegar hafa tvö erindi verið haldin í fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og heimilanna og hafa þau verið vel sótt og vakið mikla ánægju. Áður hafði verkefnið hlotið styrk úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA.

Dr. Sigurgeir Guðjónsson, sagnfræðingur, mun flytja næsta erindi fyrirlestraraðarinnar en það fjallar um förumenn og flakkara. Erindið fer fram föstudaginn 10. febrúar kl. 13:30 í sal heimilisins Hlíðar.

Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og er aðgangur ókeypis.