Verkefninu hefur verið vel tekið af heimilisfólkinu á Hlíð, bæjarbúum og fræðimönnunum sem hafa flutt erindin. Það hefur hlotið styrki frá Norðurorku og úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA og nýlega var fjallað um verkefnið í Landanum á RÚV.
Í Landanum var rætt við Arndísi Bergsdóttur, safnafræðing og doktorskandídat, sem hélt nýverið síðasta erindið í fyrirlestraröðinni í vetur þar sem hún fjallaði um konurnar sem unnu á verksmiðjunum á Akureyri.
Einnig var rætt við Margréti Guðmundsdóttir, sagnfræðing og stjórnarformann AkureyrarAkademíunnar, um tilurð og framkvæmd verkefnisins og sýndar voru svipmyndir frá akademónum við vinnu sína.