AkureyrarAkademían óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra

Leitað er að áreiðanlegum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði, skipulagshæfileikum og getu til að starfa sjálfstætt. 

Starfssvið:

Úleiga á vinnuaðstöðu til sjálfstætt starfandi fræðimanna og framhaldsnema

Daglegur rekstur og umsjón með fjármálum stofnunarinnar

Kynningarmál og umsjón með heimasíðu 

Samskipti og samstarf við aðrar sambærilegar stofnanir, öflun verkefna og styrkja 

Umsjón og skipulagning viðburða 

Hæfniskröfur:

Háskólamenntun sem nýtist í starfi

Þekking á fræðimennsku og rannsóknum 

Reynsla af verkefnastjórnun æskileg 

Góð tölvufærni 

Mjög gott vald á íslensku og ensku 

Færni í Norðurlandamál/öðrum tungumálum er kostur 

Sjálfstæði og vandvirkni í vinnubrögðum 

Lipurð í mannlegum samskiptum og geta til að vinna með öðrum 

Um er að ræða 50% starf með möguleika á hærra starfshlutfalli. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Ferilskrá og kynningarbréf sendist á netfangið kristinheba@akak.is. Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri AkureyrarAkademíunnar, Kristín Heba Gísladóttir, í síma 833-9861, eða á netfanginu kristinheba@akak.is