Starfsaðstöðunni fylgja skrifstofuhúsgögn, nettenging, aðgangur að prentara og sameiginlegri aðstöðu eins og fundaherbergi og eldhúsaðstöðu.
Gert er ráð fyrir að starfsaðstaðan verði auglýst laus til umsóknar til sex mánaða í senn fyrir einstaklinga sem vinna að verkefnum á sviði nýsköpunar eða frumkvöðlastarfs og að í haust verði auglýst í fyrsta skipti eftir umsóknum.
Samningsaðilar hafa jafnframt sett verklagsreglur um auglýsingar og hvernig verður staðið að vali á þeim einstaklingum sem fá inni hjá Akademíunni hverju sinni.
Samstarfssamningur Akureyrarbæjar og AkureyrarAkademíunnar, 25. maí 2021. Sjá hér
Fylgiskjal með samstarfssamningi Akureyrarbæjar og Akureyrarakademíunnar, 20. maí 2021. Sjá hér