Andlitsgreining mannamynda með gervigreind. Fyrirlestur Harðar Geirssonar, safnvarðar ljósmyndadeildar Minjasafnsins á Akureyri, í salnum á Hlíð, Austurbyggð 17, Akureyri, föstudag 11. apríl, kl. 13:30.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um verkefni sem fólst í að safna saman ljósmyndum Önnu Schiöth ljósmyndara á Akureyri úr flestum söfnum landsins og að láta síðan gervigreind hjálpa við að nafngreina óþekkta einstaklinga á ljósmyndunum.
Anna Schiöth f. Larsen var ljósmyndari Akureyringa í 20 ár frá 1878 til 1898, og myndaði mjög marga Norðlendinga sem áttu leið um Akureyri þessa áratugi. Myndir hennar hafa varðveist vel sökum þess að hún hafði ljósmyndatæknina á sínu valdi, notaði góð efni og var vandvirk. Síðustu rúm 20 ár ævi sinnar helgaði hún Lystigarðinum á Akureyri.
Fyrirlesturinn er hluti af viðburðaröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna og aðra bæjarbúa.
Öll hjartanlega velkomin!