Bókin er gefin út af Sögufélagi Barðastrandarsýslu og eru ýmsar áhugaverðar greinar í ritinu eins og undanfarin ár. Akademóninn Ólafur B. Thoroddsen skrifar eina þeirra um breytingar á saltfiskverkun sem kaupmaður á Vatneyri við Patreksfjörð hafði frumkvæði að í greininni Brautryðjendur í saltfiskverkun á Vestfjörðum. Hægt er að nálgast Árbókina með því að hafa samband við útgefanda hennar, Hjörleif Guðmundsson á Patreksfirði, í síma 456-1178.