Ásýnd Akureyrar: Stiklað á stóru um upphaf trjáræktar á Akureyri.
Fyrirlestur í salnum á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Austurbyggð 17, Akureyri, föstudaginn 27. október, kl. 13:30.
Tryggvi Marinósson, garðyrkjufræðingur, fjallar um merk tré á Akureyri, upphaf trjáræktar í bænum og um áhrif trjágróðurs og grænna svæða á ásýnd Akureyrar.
Viðburðurinn er hluti af fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og hjúkrunarheimilanna á Akureyri á þessu ári fyrir íbúa heimilanna og aðra bæjarbúa. Menningar- og viðurkenningasjóður KEA styrkir fyrirlestraröðina á þessu ári.
Öll hjartanlega velkomin!