Fundur hefst kl. 20:00 á því að fundarmenn kjósa ritara og fundarstjóra. Steinunn A. Ólafsdóttir býður sig fram sem ritari og Sigurgeir Guðjónsson býður sig fram sem fundarstjóri.
Dagskrá ársfundar er eftirfarandi:
- Skýrsla stjórnar.
- Steinunn A. Ólafsdóttir, stjórnarformaður.
- Endurskoðun reikninga.
- Ólafur B. Thoroddsen, gjaldkeri, kynnir ársreikning.
- Upptalning fulltrúa.
- Aðalheiður Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri, telur upp fulltrúa.
- Kjör formanns og fulltrúaráðs.
- Ársfundur kýs sjö manna fulltrúaráð. Stjórn er skipuð þremur einstaklingum úr fulltrúaráði. Formaður er kosinn sérstaklega. Fulltrúaráð kýs úr sínum röðum gjaldkera og ritara.
i.Þeir sem hafa boðið sig fram í fulltrúaráð:
- Steinunn A. Ólafsdóttir, formaður.
- Ólafur B. Thoroddsen, gjaldkeri.
- dr. Sigurgeir Guðjónsson, ritari.
- dr. Arndís Bergsdóttir, fulltrúaráð.
- dr. Martina Huhtamäki, fulltrúaráð.
- Bergljót Þrastardóttir, fulltrúaráð.
- dr. Valgerður S. Bjarnadóttir, fulltrúaráð.
- Fjárhagsáætlun og árgjald.
- Aðalheiður Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri, leggur fram rekstraráætlun fyrir 2020.
- Árgjald er nú 1500 kr. Stjórn leggur til óbreytt árgjald.
- Breytingar á skipulagsskrá. Stjórn leggur til breytingar á skipulagsskrá samkvæmt meðfylgjandi tillögum með útsendri dagskrá ársfundar.
- Önnur mál.
- Starfsstefna AkAk/starfsáætlun samkvæmt skipulagsskrá AkAk.
- Mánaðarlegir súpufundir fulltrúa AkAk.
- Vorferð fulltrúa.
- Fundi slitið.