Fjölbreytt og skapandi samfélag!

Kynningarfundur um starfsemi AkureyrarAkademíunnar í samstarfi við Háskólann á Akureyri, fimmtudag 3. apríl, kl.13:00, á Sólborg (HA), stofu M101

Háskólinn á Akureyri og AkureyrarAkademían hafa lengi haft með sér farsælt samstarf á grunni formlegs samnings sem hefur miðað að því að koma þekkingu á framfæri og að stuðla að samræðum um fræði og vísindi með þátttöku almennings, félagasamtaka, fyrirtækja, stofnana og opinberra aðila.

AkureyrarAkademían er þverfaglegt rannsókna- og fræðasetur einstaklinga sem eru í háskólanámi, og/eða vinna að fræði- og ritstörfum og annarri þekkingarsköpun. Starfsemi AkAk hefur haft jákvæð áhrif á búsetu og menntun á Akureyri, auk þess að vera mikilvægur stuðningur við Háskólann á Akureyri og vísinda- og þekkingarsamfélagið á Norðurlandi.

Markmið fundarins er að kynna starfsemi AkAk og akademónar segja frá verkefnum sínum.

Dagskrá
13:00. Ávarp. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri.
13:10. Kynning á starfsemi AkureyrarAkademíunnar. Sigurgeir Guðjónsson stjórnarformaður.
13:25. Akademónar segja frá verkefnum sínum:

  • Aðalheiður Steingrímsdóttir, sagnfræðingur og kennari: Verkalýðs- og stjórnmálastarf róttækra kvenna á Akureyri.
  • Bryndís Fjóla Pétursdóttir, garðyrkjufræðingur og Bowentæknir: Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd.
  • Dagur Tómas Ásgeirsson, stærðfræðingur: Kunna tölvur stærðfræði?
  • Gunnar Árnason, þroskaþjálfi og kennari: „Það sem drepur þig ekki styrkir þig.” Seigla í tengslum við geðheilsu starfsmanna.
  • Jón Örn Pálsson, sjávarútvegsfræðingur: Þróunarstarf með áherslu á umhverfisvænar aðferðir í framleiðslu sjávarfangs.

Spurningar úr sal.

14:15. Kaffihlé.

14:30. Akademónar segja frá verkefnum sínum:

  • Sigurgeir Guðjónsson, sagnfræðingur: Skerfur til atvinnusögunnar. Rannsóknir á stéttum iðnaðarmanna.
  • Skafti Ingimarsson, sagnfræðingur: „Hinn gamli harði vetur“: Um harðindin og hungursneyðina miklu á Íslandi 1601-1605.
  • Þorgerður Anna Björnsdóttir, kínverskukennari og sjálfstætt starfandi fræðimaður: Lestrar- og skriftarþjálfun barna með ítarefni við kennsluvefinn Icelandic Online – Börn.
  • Þórhallur Sigurjón Bjarnason, véltæknifræðingur: Framleiðsla á hreinum afurðum úr vistvænum auðlindum. Spurningar úr sal (10 mín).

15:20. Fundarslit. Tom Barry, forseti hug- og félagsvísindasviðs HA.

Fundarstjóri er Katrín Eiríksdóttir, verkefnastjóri, Háskólanum á Akureyri.

Öll velkomin!