Þessa dagana eru frumkvöðlar að koma sér fyrir hjá AkAk til að vinna að þróun nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna en samkvæmt samstarfssamningi Akureyrarbæjar og AkAk býðst einstaklingum að fá endurgjaldslausa vinnuaðstöðu hjá AkAk til að vinna að þróun verkefna á þessu sviði.
Frumkvöðlarnir eru Bryndís Fjóla Pétursdóttir, Rannvá Olsen og Jón Þór Sigurðsson, og ætla þau að vinna hérna að spennandi verkefnum á næstu mánuðum.
Við bjóðum þau velkomin til okkar.