Því var farin sú leið að taka fyrirlestrana upp og gera þá aðgengilega á vefsíðu AkAk fyrir íbúa heimilanna.
Hér er upptaka af fyrirlestri Kristínar Sigfúsdóttur, hússtjórnarkennara og umhverfisfræðings, sem heitir: Fyrir daga plastsins.
Hér fjallar Kristín um hvernig gengið var frá matvælum áður en plastið kom til sögunnar og ýmsar aðferðir sem þá voru notaðar og hægt er að nýta í dag til að draga úr plastnotkun.
Fyrirlesturinn er styrktur af Menningarsjóði Akureyrar.