Því var farin sú leið að taka fyrirlestrana upp og gera þá aðgengilega á vefsíðu AkAk fyrir íbúa heimilanna.
Hér er upptaka af fyrirlestri Sigurgeirs Guðjónssonar sagnfræðings um sögu netagerðar á Akureyri. Hér fjallar Sigurgeir um fyrstu netaveiðar í Eyjafirði frá 18. öld fram á fyrstu ár 20. aldar. Einnig er farið yfir netagerð á Akureyri á fyrri hluta 20. aldar og helstu forvígismenn greinarinnar kynntir, sem og mennta- og skólamál sem viðkoma greininni og jafnframt vísað til þróunar netagerðar á landsvísu.
Fyrirlesturinn er styrktur af Menningarsjóði Akureyrar.