Því var farin sú leið að taka fyrirlestrana upp og gera þá aðgengilega á vefsíðu AkAk fyrir íbúa heimilanna.
Hér er upptaka af fyrirlestri Jóns Hjaltasonar sagnfræðings sem ber heitið: Ótrúlegt en satt. Nokkrir furðu-kaflar úr sögu Akureyrar.
Hér fjallar Jón um nokkra furðu-kafla úr sögu Akureyrar, m.a. um mútuþægni, glefsur úr íþróttasögu, bæjarskipulag sem aldrei varð og matvendni Akureyringa.
Fyrirlesturinn er styrktur af Menningarsjóði Akureyrar.