Námskeiðið var í tveimur hlutum og markmiðið að hvetja konur til þátttöku í stjórnmálastarfi.
Fyrri daginn hófst dagskráin með erindi Tryggva Hallgrímssonar, sérfræðings á Jafnréttisstofu, sem fór yfir stöðu kvenna í stjórnmálum í dag. Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri, fjallaði um siðferði í stjónmálum. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, alþingiskona og fv. bæjarfulltrúi, fór yfir áhrif #MeToo byltingarinnar. Halla Björk Reynisdóttir, fv. bæjarfulltrúi, fræddi þátttakendur um stjórnsýsluna og hvernig er hægt að koma málum áleiðis innan hennar. Dagurinn endaði með erindi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, stjórnarformanns Women Political Leaders, fv. ráðherra og borgarstjóra, sem sagði frá sinni reynslu af stjórnmálastarfi.
Dagskráin var þétt og áhugaverð. Það voru ekki einungis fyrirlesararnir sem voru frábærir því þátttakendur voru það líka. Við í AkureyrarAkademíunni þökkum öllum þeim konum sem komu og tóku þátt í fyrri hluta Konur upp á dekk! fyrir að hafa skapað þennan skemmtilega og lærdómsríka dag!