Greinin fjallar um hljómfallið í orðinu „bra" (fínt) í upptökum frá einkaþjálfun á sænsku. Gögn úr finnsk-sænsku og sænsk-sænsku eru borin saman hvað varðar hljómfall, tíðni og notkun orðins. Markmiðið er að rannsaka hvort það sé menningarmunur milli Finnlands og Svíþjóðar varðandi orð sem fela í sér mat, eins og „bra". Rannsóknin fellur undir samskiptamálvísindi (interactional linguistics) og málnotkunarfræði í mállýskum (variational pragmatics) og sameinar eigindlegar og megindlegar aðferðir.