Arndís verður með erindi í málstofunni Disability before Disability: Thinking outside preconceived ways of doing research og heitir erindi hennar Rými fyrir kvikar sögur: Ósýnilegur arfur fatlaðs fólks á söfnum. Arndís tekur einnig þátt í pallborði í málstofunni Stéttavitund, elitumyndun og menningarlegt forræði en þar er viðfangsefnið valdagreining á íslensku samfélagi fyrr og nú.
Valgerður er meðhöfundur tveggja erinda. Annað þeirra verður haldið í málstofu um Háskóla og lýðræði og hefur það heitið Háskólar og samtal við samfélagið – Vinnumatskerfið sem stýrandi afl. Hitt erindið verður haldið í málstofu um Móðurhlutverk og mæðrun og fjallar það um niðurstöður rannsóknar á áhrifum Covid-19 faraldursins á heimilislíf, heimilisstörf og umönnun barna.
Ráðstefnan í ár er rafræn og málstofur haldnar í streymi. Á vefsíðu ráðstefnunnar er að finna yfirlit yfir allar málstofur í stafrófsröð og þegar smellt er á nafn málstofu er hægt að nálgast tengil á streymi og ágrip erinda https://thjodarspegillinn.hi.is/#Dagskra2020