Vel yfir 40 gestir sóttu fyrirlesturinn. Allt frá árinu 2016 hefur AkAk boðið íbúum heimilanna upp á fyrirlestra sem hafa jafnframt verið opnir fyrir aðra bæjarbúa. Markmiðið er að bjóða upp á fræðandi fyrirlestra um fjölbreytt viðfangsefni með aðgengilegum og áhugaverðum hætti.
Norðurorka hf. styrkir fyrirlestraröðina á þessu ári.