Í fyrirlestrinum ræddi dr. Páll Jakob um upplifun fólks í þéttbýlisumhverfi, hvað þurfi að leggja áherslu á svo skapa megi mannvænt og heilsusamlegt þéttbýli og hvernig megi brúa bilið milli ólíkra hagsmunahópa þegar kemur að hönnun og uppbyggingu þess. Á 21. öldinni er krafan að við hönnun, mótun og skipulagningu þéttbýlis sé heilsa og velferð fólks tekin alvarlega. Að umhverfið sé því hliðhollt, það bæti, efli og styrki.
Fyrirlesturinn var sá fyrsti í fyrirlestraröð á þessu ári á vegum AkureyrarAkademíunnar sem bæjarbúum verður boðið upp á í tilefni af 160 ára afmæli Akureyrarbæjar. Markmiðið með fyrirlestrunum er að auka framboð á fjölbreyttu og aðgengilegu efni um sögu og menningarlíf á Akureyri og að virkja almenning til þátttöku. Menningarsjóður Akureyrar styrkir fyrirlestrana.
Takk fyrir komuna í gær og fjörugar umræður um mikilvægi þess að bæjarbúar taki þátt í að móta nærumhverfið og stefnuna í skipulagsmálum.