Káinn, Fjaran og Vesturheimsferðir

Káinn, Fjaran og Vesturheimsferðir. Fyrirlestur Jóns Hjaltasonar, sagnfræðings, í salnum á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, föstudag 15. nóvember nk., kl. 13:30.

Káinn (var skírður Kristján Níels Júlíus Jónsson en var nefndur K.N. eða Káinn) fæddist árið 1859, ólst upp á Akureyri og í Eyjafirði en fluttist 19 ára gamall til Vesturheims þar sem hann bjó í Winnipegborg í Manitóba og síðar í Norður-Dakóta. Káinn var vinsæll hagyrðingur og þekktur fyrir kersknar og fyndnar ferskeytlur.

Fyrir nokkrum árum sendi Jón frá sér bók um Káinn sem nefnist: Fæddur til að fækka tárum: Káinn: ævi og ljóð.

Í fyrirlestrinum mun Jón ræða um hver Káinn var, lífsbaráttuna í Fjörunni á Akureyri og ástæður þess að hann flutti vestur um haf.

Fyrirlesturinn er hluti af viðburðaröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna og aðra bæjarbúa. Norðurorka styrkir viðburðinn.

Öll hjartanlega velkomin!