Námskeiðið er ætlað þeim sem hyggjast sækja um styrk í rannsóknasjóð Rannís sem er opinn samkeppnissjóður sem styrkir vísindarannsóknir og rannsóknatengt framhaldsnám á Íslandi.
Á námskeiðinu verður fjallað um:
Undirstöðuatriði í árangursríkum styrkumsóknum
Algeng mistök í gerð styrkumsókna
Fjárhagsáætlun styrkumsókna
Samstarf og áhrif þess á mat styrkumsókna
Kennari er Kristján Kristjánsson, framkvæmdastjóri rannsókna og upplýsinga og forstöðumaður rannsóknarþjónustu við Háskólann í Reykjavík. Kristján hefur víðtæka reynslu á sviði styrkumsókna og hefur meðal annars starfað sem forstöðumaður vísindasviðs RANNÍS.
Námskeiðsgjald er kr, 3.500 en fulltrúar í AkureyrarAkademíunni greiða 1.000 kr. Kaffi og meðlæti er innifalið í námskeiðsgjaldi. Skráning skal berast í síðasta lagi 20. júlí á netfangið kristinheba@akak.is eða í síma 461-4006. Athugið að takmarkaður fjöldi kemst á námskeiðið og hafa fulltrúar í AkureyrarAkademíunni forgang. Áhugasömum er bent á að hægt er að gerast fulltrúi í AkureyrarAkademíunni með því að skrá sig á heimasíðu AkureyrarAkademíunnar.