Samtal um hamingjuna

Gunnar Hersveinn og Edda Björgvinsdóttir ræddu hinar ýmsu hliðar hamingjunnar, samband húmors og hamingju og hvers vegna ástæða er til að efla húmor og gleði í lífinu.

Viðburðurinn var vel sóttur og þurftu margir frá að hverfa.

AkureyrarAkademían fékk tvo nemendur úr Kvikmyndaskóla Íslands til að taka viðburðinn upp og geta þeir sem ekki komust að bráðlega horft á samræðurnar á netinu. Kynnt verður á heimasíðu og Facebook síðu AkureyrarAkademíunnar þegar samræðurnar verða aðgengilegar.

AkureyrarAkademían þakkar Gunnari Hersveini og Eddu Björgvinsdóttir fyrir góðar og lærdómsríkar samræður. Ungmennunum í Skapandi sumarstörfum fyrir glæsilega sýningu og þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína í Hlöðuna Litla-Garði kærlega fyrir komuna.