Um 50 gestir komu í ferðirnar og þökkum við þeim kærlega fyrir þátttökuna og Minjasafninu á Akureyri og Strætisvögnum Akureyrarbæjar fyrir ánægjulegt samstarf. Skólasögustrætóinn og sögugangan er hluti af viðburðaröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári í tengslum við 160 ára afmæli Akureyrarbæjar. Markmiðið er að auka framboð á fjölbreyttu og aðgengilegu efni um sögu og menningarlíf á Akureyri og að virkja almenning til þátttöku.
Menningarsjóður Akureyrar styrkir viðburðaröðina.