Skýrslan sýnir að á liðnum 15 árum hafa tæplega 100 einstaklingar verið með vinnuaðstöðu hjá AkAk, flestir þeirra í námi við innlenda og erlenda háskóla og hinn hlutinn fjölbreyttur hópur vísinda-, fræði- og listamanna sem og frumkvöðla, og eru það tæplega 50 greinar eða fræðisvið sem akademónar hafa lagt stund á. Á sama tíma hefur AkAk staðið fyrir ríflega 150 viðburðum þar sem lögð hefur verið áhersla á að tengja saman ólíka hópa og að virkja almenning til þátttöku.
Starfsemi AkAk hefur gefið háskólanemum og þeim sem vinna að fræði- og ritstörfum hér í bæ og víðar tækifæri til menntunar og sköpunar á heimaslóðum og þverfaglegt samfélag einstaklinga með fjölbreyttan bakgrunn hefur skapað frjótt samtal og umhverfi sem hefur auðgað mannlíf og menningarstarf hér á svæðinu.
Sjá skýrsluna hér.