Því var farin sú leið að taka fyrirlestrana upp og gera þá aðgengilega á vefsíðu AkAk fyrir íbúa heimilanna.
Hér er upptaka af söngva- og tónlistardagskrá Þórarins Hjartarsonar sagnfræðings um Pál Ólafsson skáld.
Dagskráin heitir: Páll Ólafsson - söngvari sumars, víns og ástar. Ástarskáld Austurlands. Hér fjallar Þórarinn um Pál Ólafsson og ljóðagerð hans með áherslu á ástarljóðin og söguna bak við þau. Ljóðin eru ýmist lesin eða sungin.
Dagskráin er styrkt af Menningar- og viðurkenningasjóði KEA.