Eftir miklar bollaleggingar um verðurfar var ákveðið að fara ekki í ferðina fyrr en í lok júní til að hægt væri að treysta á blíðskaparveður. Það stóðst og úr varð vel heppnuð sumarferð.
Akademónar komu víða við í sumarferðinni, fyrst á Völlum í Svarfaðardal, síðan á kaffihúsi þeirra Bakkabræðra Gísla, Eiríks og Helga á Dalvík. Næst var farið í Pálshús á Ólafsfirði á sýninguna Flugþrá og svo haldið á Siglufjörð í göngutúr og að lokum endað í skógræktinni í Skarðsdal. Frábær dagur í góðum félagsskap!