Úthlutun úr Menningarsjóði Akureyrar

Markmiðið með viðburðunum er að:

  • Auka framboð á fjölbreyttu og aðgengilegu efni fyrir almenning um sögu og menningarlíf á Akureyri.
  • Hvetja fræða- og áhugafólk til að rannsaka og skrifa um sögu Akureyrar út frá fjölbreyttum sjónarhornum.
  • Vekja umræðu um mikilvægar vörður á þeirri vegferð síðustu 160 árin, og síðast en ekki síst að rýna til gagns samhengi og þýðingu þessa fyrir samtímann og framtíðarþróun bæjarins.


Við hjá AkureyrarAkademíunni þökkum Menningarsjóði Akureyrar kærlega fyrir stuðninginn og hlökkum til að bjóða bæjarbúum upp á skemmtilega og fræðandi viðburði.