Vorferð

Hefð er fyrir því að félagar AkureyrarAkademíunnar fari í árlega vorferð til að skoða áhugaverða staði á Norðurlandi og næra félagsskapinn og andann. Núna var farið til Seyðisfjarðar og þar hittum við skemmtilegt fólk sem sagði okkur frá sögu og menningu bæjarins. Á leiðinni austur heimsóttum við líka þekkingarsetrið Austurbrú á Egilsstöðum. Þar tóku Dagmar Ýr Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Tinna K. Halldórsdóttir, yfirverkefnastjóri, á móti okkur og sögðu okkur frá starfseminni en þar fer fram fjölþætt og merkilegt starf að framfaramálum Austurlands.  

Við þökkum kærlega fyrir góðar móttökur í Austurbrú og á Seyðisfirði.