Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar september 2024

Nýtt Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar er komið út. Þar er greint frá helstu tíðindum í starfinu frá því að síðasta fréttabréf var sent út í júní sl.

Álfar og huldufólk á Akureyri

Fyrirlestur Bryndísar Fjólu Pétursdóttur og Katrínar Jónsdóttur í salnum á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Austurbyggð 17, Akureyri, föstudag 4. október, kl. 13:30.

„Ég heyri klukknaklið“ – Ítalíuferð Davíðs Stefánssonar

Dagskrá Valgerðar H. Bjarnadóttur, í salnum á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Austurbyggð 17, Akureyri, föstudag 20. september, kl. 13:30, um Ítalíuferð Davíðs Stefánssonar veturinn 1920-1921.

Félagastarf, lýðræðis- og stjórnmálaþróun á Íslandi 1875-1968: Tvær nýjar rannsóknir.

Fyrirlestrar á vegum AkureyrarAkademíunnar og Félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri um nýlegar rannsóknir á félagastarfi, lýðræðis- og stjórnmálaþróun á Íslandi.