14.06.2021
Í sumar verður Iðnaðarsafnið á Akureyri með viðburði á fimmtudögum.
31.05.2021
Akureyrarbær og AkureyrarAkademían hafa gert samstarfssamning sín á milli til næstu þriggja ára. Markmið samningsins er að styðja við frumkvöðlastarf, og um leið starfsemi Akademíunnar, með því að bjóða einstaklingum sem vinna að nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefnum upp á vinnuaðstöðu í húsnæði hennar án endurgjalds.
26.05.2021
Á ársfundi AkAk 2021 sem var haldinn fimmtudaginn 20. maí sl. fóru m.a. fram kosningar í stjórn og fulltrúaráð á komandi starfsári.
28.04.2021
Meðal verkefna sem Menningarsjóður Akureyrar styrkir á þessu ári er samstarfsverkefni AkureyrarAkademíunnar og öldrunarheimilanna í bænum sem felur í sér að akademónar halda fyrirlestra á heimilunum fyrir íbúana sem eru jafnframt opnir öðrum bæjarbúum.
27.04.2021
Hér er annað fréttabréf AkureyrarAkademíunnar á þessu ári og í því er greint frá helstu tíðindum úr starfinu á vettvangi AkAk frá því að síðasta fréttabréf var sent út í febrúar sl.
27.04.2021
Ársfundur AkureyrarAkademíunnar (AkAk) 2021 verður haldinn fimmtudaginn 20. maí nk. kl. 20:00 í fundarsal KFUM/K í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð 12, Akureyri. Gengið er upp tröppur að sunnanverðu og er salurinn á 2. hæð. Gætt verður í hvívetna að reglum um sóttvarnir og fjarlægðarmörk en í salnum er rúm fundaraðstaða.
21.04.2021
Í dag undirrituðu framkvæmdastjórar AkureyrarAkademíunnar og ReykjavíkurAkademíunnar nýjan samstarfssamning Akademíanna til næstu þriggja ára.
12.04.2021
Bókin "Þegar kona brotnar - og leiðin út í lífið á ný" eftir Sigríði Arnardóttur (Sirrý) kom út árið 2019 í samstarfi við VIRK starfsendurhæfingu og fyrir skömmu sem hljóðbók. Þar segja 12 konur sögu sína af því að kulna, brotna, örmagnast og hvernig þær finna lífsgleðina og starfsorkuna á ný.
30.03.2021
Valgerður S. Bjarnadóttir, akademóni og nýdoktor á Menntavísindasviði HÍ, er höfundur tveggja kafla í nýrri bók um norrænu skólakerfin („What Works in Nordic School Policies?“) sem hún skrifaði með Jóni Torfa Jónassyni og Guðrúnu Ragnarsdóttur.
25.03.2021
Martina Huhtamäki, akademóni og lektor í norrænum málum við Háskólann í Helsinki, birti nýlega grein í fræðitímaritinu „Tal och Språk/Speech and Language“. Greinin heitir „Rutin och beröm. Prosodiska drag hos bra som uppföljning under personlig träning i Finland och Sverige“.