Káinn, Fjaran og Vesturheimsferðir. Fyrirlestur Jóns Hjaltasonar, sagnfræðings, í salnum á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, föstudag 15. nóvember nk., kl. 13:30.
Fimmtudaginn 24. október nk. kynnir Martina Huhtamäki, kennari við Háskólann í Helsinki, rannsóknir hennar og Väinö Syrjälä á tungumálslega landslaginu á Akureyri en þær beinast að því að skoða notkun tungumála út frá samfélagslegu sjónarhorni.
Miðvikudaginn 11. september nk., kl. 12-13, flytja sagnfræðingarnir Hrafnkell Lárusson og Skafti Ingimarsson fyrirlestra á vegum AkureyrarAkademíunnar og Félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri. Yfirskrift fyrirlestra þeirra er „Félagastarf, lýðræðis- og stjórnmálaþróun á Íslandi 1875-1968“ en þeir munu fjalla um nýlegar rannsóknir sínar á þessu sviði. Fyrirlestrarnir fara fram í stofu M-102 í HA.
Goðafoss - Þaðan sem leiðir liggja til allra átta. Fyrirlestur Helgu A. Erlingsdóttur í salnum á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, Vestursíðu 9, Akureyri, föstudaginn 6. september, kl. 13:30.
Í tilefni af Akureyrarvöku verður AkureyrarAkademían með opið hús í húsakynnum sínum í verslunarmiðstöðinni að Sunnuhlíð 12, laugardaginn 31. ágúst, kl. 14:00-16:00.
Akureyri í myndlist. Fyrirlestur Heiðu Bjarkar Vilhjálmsdóttur, verkefnastjóra fræðslu og miðlunar hjá Listasafninu á Akureyri, í salnum á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, Vestursíðu 9, Akureyri, föstudaginn 7. júní kl. 13:30.
Hörður Geirsson, safnvörður ljósmyndadeildar Minjasafnsins á Akureyri, segir frá ljósmyndasýningu safnsins „Iðnaðarbærinn Akureyri“, í salnum á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Austurbyggð 17, Akureyri, föstudaginn 31. maí kl. 13:30.
AkureyrarAkademían stendur fyrir opnu málþingi í tilefni af því að á þessu ári eru 80 ár frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi árið 1944. Málþinginu er ætlað að vera vettvangur fyrir samræður og skoðanaskipti fræðimanna og almennings um lýðveldisstofnunina, stöðu og þróun lýðveldis og lýðræðis á Íslandi. Hvernig hefur tekist til? Hvaða lærdóma má draga?
VELKOMIN Á OPINN VIÐBURÐ Á VEGUM FÉLAGSVÍSINDADEILDAR HA OG AKUREYRARAKADEMÍUNNAR ÞAR SEM HAUKUR ARNÞÓRSSON MUN KYNNA BÓKINA SÍNA MÍN EIGIN LÖG. Viðburðurinn fer fram í stofu M101 í HA, 3. apríl, kl. 12:15 og verður einnig streymt frá honum á slóðinni: https://eu01web.zoom.us/j/63861510754
Málþing á vegum Akureyrarbæjar og AkureyrarAkademíunnar um stefnu Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum með áherslu á útblástur gróðurhúsalofttegunda, breyttar ferðavenjur, aukna nýtingu á innlendri orku, minni sóun og meiri endurvinnslu.
Ásýnd Akureyrar: Stiklað á stóru um upphaf trjáræktar á Akureyri. Fyrirlestur í salnum á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Austurbyggð 17, Akureyri, föstudaginn 27. október, kl. 13:30.
Tryggvi Marinósson, garðyrkjufræðingur, fjallar um merk tré á Akureyri, upphaf trjáræktar í bænum og um áhrif trjágróðurs og grænna svæða á ásýnd Akureyrar.
Fyrirlestur Steinunnar A. Ólafsdóttur þar sem hún kynnir doktorsrannsókn sína sem hún varði við HÍ árið 2021. Rannsóknin er um færni og aðstæður einstaklinga sem hafa fengið heilaslag og leiðir til að ná heilsu aftur.
Í tilefni af Akureyrarvöku verður AkureyrarAkademían með opið hús í húsakynnum sínum í verslunarmiðstöðinni að Sunnuhlíð 12, laugardaginn 26. ágúst, kl. 14:00-16:00, en þá ætlum við að kynna starfsemina og sýna vinnuaðstöðuna.
Öll velkomin í heimsókn. Heitt á könnunni og meðlæti.
Í tilefni af opnun nýrrar vefsíðu AkureyrarAkademíunnar, mánudaginn 3. apríl, ætlum við að bjóða upp á skemmtilegan leik sem felst í því að leysa lauflétta krossgátu sem er á forsíðu vefsíðunnar. Til þess að gera það þarftu að setja þig í spor Sherlock Holmes, skoða upplýsingar á síðunni og finna lausnarorðið og senda það inn. Dregið verður úr réttum innsendum lausnarorðum, þriðjudaginn 11. apríl. Einn heppinn einstaklingur verður Akademón vefsíðunnar og fær verðlaun að auki.
Að eflast og vaxa eftir að ofbeldissambandi lýkur… er það mögulegt?
Fimmtudaginn 23. febrúar nk. kynnir dr. Hulda Sædís Bryngeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, niðurstöður doktorsrannsóknar sinnar sem hún varði við HA í lok síðasta árs. Kynningin fer fram í Brauðgerðarhúsinu í verslunarmiðstöðinni við Sunnuhlíð og hefst kl. 16:00. Öll hjartanlega velkomin!
Fyrirlestur Jóns Hjaltasonar sagnfræðings um hernámsárin á Akureyri. Fyrirlesturinn fer fram á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, Vestursíðu 9, Akureyri, föstudaginn 21. október og hefst kl. 13:30.
Fyrirlestur Valgerðar H. Bjarnadóttur um Davíð Stefánsson skáld: Silfurblýanturinn – bernska Davíðs Stefánssonar. Fyrirlesturinn fer fram í salnum á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Austurbyggð 17, Akureyri, föstudaginn 16. september, og hefst kl. 13:30.
Fyrirlestur Valgerðar H. Bjarnadóttur um Davíð Stefánsson skáld: Þrítugur dæmdur, sextugur heiðraður – Davíð Stefánsson á Akureyri. Fyrirlesturinn fer fram miðvikudaginn 7. september nk., í sal Félags eldri borgara á Akureyri, Bugðusíðu 1, og hefst kl. 16:30.
Í tilefni af 160 ára afmæli Akureyrarbæjar verður boðið upp á leiðsögn í skólasögustrætó og gönguferð á Akureyrarvöku þar sem fjallað verður um menntun og frístundir barna á Akureyri fyrstu 100 árin í sögu bæjarins með áherslu á leikvelli, barnaheimili/leikskóla, smábarnaskóla og barnaskóla.
Fyrirlestur Rannveigar Karlsdóttur kennara og þjóðfræðings um ævi og störf brautryðjandans og kvenskörungsins Jóninnu Sigurðardóttur (1879-1962) húsmæðrakennara. Fyrirlesturinn er haldinn í salnum á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, að Vestursíðu 9, Akureyri, og hefst hann kl. 13:30.
Vísindasamfélagið á Akureyri. Hvað gengur vel og hvað getum við gert saman til að efla Akureyri sem eftirsóknarverðan stað til að vinna að rannsóknum og fræðastarfi?
Opinn fundur AkureyrarAkademíunnar og Háskólans á Akureyri, fimmtudag 17. maí, kl. 12:00-13:00, í stofu M102 í Háskólanum á Akureyri.
Fyrirlestur dr. Páls Jakobs Líndals umhverfissálfræðings: Hvers konar þéttbýli viljum við?
Fyrirlesturinn fer fram þriðjudaginn 26. apríl, í sal Félags eldri borgara á Akureyri, Bugðusíðu 1, og hefst kl. 16:00.
Fyrsti fyrirlesturinn í fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna á Akureyri og aðra bæjarbúa verður haldinn þann 8. apríl nk., kl. 13:30, í samkomusal hjúkrunarheimilisins Hlíðar.
AkureyrarAkademían á 15 ára starfsafmæli á þessu ári. Í tilefni af þessum tímamótum bjóðum við til afmælisfögnuðar, fimmtudaginn 28. október, kl. 16:30-18:30, í húsnæði AkAk, Sunnuhlíð 12, Akureyri.
Ársfundur AkureyrarAkademíunnar 2021 verður haldinn fimmtudaginn 20. maí nk. kl. 20:00 í fundarsal KFUM/K í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð 12, Akureyri. Gengið er upp tröppur að sunnanverðu og er salurinn á 2. hæð. Gætt verður í hvívetna að reglum um sóttvarnir og fjarlægðarmörk en í salnum er rúm fundaraðstaða.
Fimmtudaginn 14. janúar, verða Margrét Guðmundsdóttir og Þórarinn Hjartarson, sagnfræðingar, með fyrirlestur fyrir íbúa á öldrunarheimilum Akureyrarbæjar. Vegna Covid-19 og samkomutakmarkana verður fyrirlestrinum streymt úr húsnæði AkAk til íbúanna á öldrunarheimilunum.
Fyrirlestur Jóns Hjaltasonar, sagnfræðings, fyrir íbúa öldrunarheimilanna á Akureyri þann 10. desember. Vegna Covid-19 og samkomutakmarkana verður fyrirlestrinum streymt úr húsnæði AkureyrarAkademíunnar til íbúanna á öldrunarheimilunum á Akureyri.
Fyrirlestur dr. Arndísar Bergsdóttur, safnafræðings, um safnið að Snartastöðum í Norður-Þingeyjarsýslu fyrir íbúana á öldrunarheimilunum á Akureyri, þann 12. nóvember. Vegna Covid-19 og samkomutakmarkana verður fyrirlestrinum streymt úr húsnæði AkureyrarAkademíunnar til íbúanna á öldrunarheimilunum á Akureyri.
Þann 15. janúar kl. 12:00 fjallar sagnfræðingurinn og akademóninn Sigurgeir Guðjónsson um geðveikt fólk á 19. öld á Félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri.
Undanfarin misseri hefur Ólöf María Brynjarsdóttir unnið að meistararitgerð sinni við HA í AkureyrarAkademíunni. Hún mun verja rannsókn sína, fimmtudaginn 31. janúar, kl. 10:00, í stofu L101, Háskólanum á Akureyri.
Föstudaginn 13. apríl, kl. 13:30, fer fram þriðji og síðasti fyrirlesturinn í fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og öldrunarheimila Akureyrar í vetur.
Föstudaginn 9. mars kl. 13:30 fer fram annar fyrirlesturinn í fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og öldrunarheimila Akureyrar í samkomusalnum á Hlíð.
Fyrirlestur dr. Sigurgeirs Guðjónssonar sagnfræðings um Vélstjórafélag Akureyrar. Fyrirlesturinn fer fram föstudaginn 16. febrúar kl. 13:30 í samkomusalnum á Hlíð.
Helgina 10.-12. nóvember fer fram námskeið í skapandi skrifum á Akureyri. Námskeiðið er ætlað þeim sem vantar aðstoð við að byrja eða innblástur til að halda áfram að skrifa en fyrst og fremst þeim sem vilja virkja sköpnarhæfnina með því að skrifa skáldskap í hvetjandi félagsskap.
Vilhelm Vilhelmsson, doktor í sagnfræði frá Háskóla Íslands, les upp úr nýútkominni bók sinni Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld á Amtsbókasafninu mánudaginn 30. október kl. 17:00.
AkureyrarAkademían, Umhverfisstofnun og Neytendasamtökin standa fyrir fræðslu um umhverfismál á Fundi fólksins á Akureyri, föstudaginn 8. september, kl. 12:30 í Dynheimum, Hofi.
Föstudaginn 17. mars kl. 13:30 flytur Arndís Bergsdóttir, doktorskandídat og safnafræðingur, erindi um konurnar sem unnu á verksmiðjunum á Akureyri, í sal heimilisins Hlíðar.
Föstudaginn 2. desember, kl. 13:30, mun Jón Hjaltason, sagnfræðingur, flytja erindið Stærstu brunar á Akureyri 1901, 1906 og 1969 þegar Iðunn brann og hluti Gefjunar, í sal heimilisins Hlíðar.
Þriðjudaginn 29. nóvember flytur dr. Sigurgeir Guðjónsson, sagnfræðingur og fulltrúi í AkureyrarAkademíunni, erindið Aðbúnaður geðveikra á Íslandi og umbætur yfirvalda fyrir daga geðspítala, í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands.
Laugardaginn 19. nóvember verður haldið málþing undir yfirskriftinni Fjölmiðlun í almannaþágu? í Iðnó, Reykjavík á vegum ReykjavíkurAkademíunnar, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og AkureyrarAkademíunnar. Málþingið verður einnig sent út á sama tíma við Háskólann á Akureyri í stofu M102. Málþingið er öllum opið og að kostnaðarlausu.
AkureyrarAkademían býður gestum Akureyrarvöku á viðburðinn Samtal um hamingjuna í Hlöðunni Litla-Garði laugardaginn 27. ágúst kl 14:00. Þar munu Edda Björgvinsdóttir og Gunnar Hersveinn meðal annars ræða samband húmors og hamingju og hvers vegna ástæða er til að efla húmor og gleði í lífinu.
AkureyrarAkademían kynnir hagnýtt örnámskeið í gerð umsókna í Rannsóknasjóð Rannís. Námskeiðið er ætlað þeim sem hyggjast sækja um styrk í Rannsóknasjóð Rannís sem er opinn samkeppnissjóður og styrkir vísindarannsóknir og rannsóknatengt framhaldsnám á Íslandi.
Stjórn AkureyrarAkademíunnar boðar til aðalfundar miðvikudaginn 18. maí klukkan 20:00. Fundurinn verður haldinn í húsnæði AkureyrarAkademíunnar, Háhlíð 1 (Árholti).
Í tilefni 10 ára afmælis Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi býður AkureyrarAkademían til afmælisfögnuðar fimmtudaginn 12. maí frá 16:30 til 18:30.
AkureyrarAkademían og Háskólinn á Akureyri efna til ráðstefnu um Ísland og alþjóðasamfélagið 19. mars 2016. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum á Akureyri og er henni ætlað að vera vettvangur fyrir umræðu um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu.
Fimmtudagsfyrirlestur, 17. mars 2016. Laufey Haraldsdóttir: Að setja sálina í pottana: ferðaþjónusta, staður, matur og margbreytileiki. Fyrirlesturinn fer fram í Deiglunni, Listagilinu, kl. 17:00-18:00.
Fimmtudagsfyrirlestur 18. febrúar, í Deiglunni, Listagilinu, kl. 17:00-18:00. Njörður Sigurjónsson, dósent í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst: Hljóðlátir valdaleikir og skapandi þögn.
Málþing um kosningarétt kvenna. Erindi, kveðandi, ljóð kvenna, ljósmyndir, samræður og ávaxtahlaðborð. Allt verður þetta í boði AkureyrarAkademíunnar, Akureyrarstofu og Minjasafnins á Akureyri, í Deiglunni, Listagilinu, 26. nóvember, kl. 17:00 - 19:00.
Fimmtudagsfyrirlestur, 16. apríl 2015, í Deiglunni, Listagilinu, kl. 17:00-18:00. Björn Þorláksson, fjölmiðlafræðingur: Sölumennska frétta - nokkur orð um frelsi og helsi íslenskra fjölmiðla.
Fimmtudagsfyrirlestur 26. mars 2015, í Deiglunni, Listagilinu, kl. 17:00-18:00. Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda: Hvað hrjáði Sigurð Jórsalafara? Tilraun til sjúkdómsvæðingar löngu látins Noregskonungs.
Samstarfsráðstefna AkureyrarAkademíunnar og Háskólans á Akureyri: Eldsumbrot og samfélag
Föstudaginn 20. mars 2015 í stofu M102, Sólborg, kl. 13:00 - 17:30.
Fimmtudagsfyrirlestur 26. febrúar 2015, í Deiglunni, Listagilinu, kl. 17:00-18:00. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði: Er bilið milli kynjanna og afbrota að minnka?
Fimmtudagsfyrirlestur 29. janúar 2015, í Deiglunni, Listagilinu, kl. 17:00-18:00. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona: Nærkonur í útkalli. Sögur um ljósmæður fyrri tíma.