Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna 2024

Í síðustu viku fór fram afhending á styrkjum Norðurorku til samfélagsverkefna vegna ársins 2024 í Menningarhúsinu Hofi.

Ert þú frumkvöðull sem vantar vinnuaðstöðu?

AkureyrarAkademían auglýsir eftir umsóknum um vinnuaðstöðu til að vinna að þróun nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í samstarfi við Akureyrarbæ.

Jólakveðja

AkureyrarAkademían óskar félögum sínum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Styrkúthlutun Uppbyggingarsjóðs 2024

Fyrir skömmu voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra fyrir árið 2024. Úthlutað var samtals 73,6 m.kr. til 76 verkefna í þremur flokkum; stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar, menningarstyrkir og atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir.

Menningar- og viðurkenningasjóður KEA úthlutar styrkjum

Þann 1. desember sl. afhenti KEA styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins og fór úthlutunin fram í Hofi.

Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar nóvember 2023

Nýtt Fréttabréf AkAk er komið út.

Vel sótt málþing um umhverfis- og loftslagsmál

Um 70 gestir sóttu málþingið „Á brún hengiflugsins?“ í Menningarhúsinu Hofi síðasta laugardag sem var haldið í samstarfi Akureyrarbæjar og AkureyrarAkademíunnar. Á málþinginu var fjallað um stefnu Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftlagsmálum og það sem þurfi að gera hér í bænum til að takast á við loftslagsvána.

Þekkingarþing og endurnýjun samstarfssamnings

Háskólinn á Akureyri og AkureyrarAkademían hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli.

Á brún hengiflugsins? Málþing um umhverfis- og lofslagsmál á Akureyri

Málþing á vegum Akureyrarbæjar og AkureyrarAkademíunnar um stefnu Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum, í Hömrum, Menningarhúsinu Hofi, 4. nóvember 2023, kl. 14:00.

Ásýnd Akureyrar: Stiklað á stóru um upphaf trjáræktar á Akureyri

Fyrirlestur í salnum á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Austurbyggð 17, Akureyri, föstudaginn 27. október, kl. 13:30. Tryggvi Marinósson, garðyrkjufræðingur, fjallar um merk tré á Akureyri, upphaf trjáræktar í bænum og um áhrif trjágróðurs og grænna svæða á ásýnd Akureyrar.