06.10.2023
Fimmtudaginn 12. október nk. kynnir dr. Steinunn A. Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari og lektor við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, niðurstöður doktorsrannsóknar sinnar um heilsu og færni einstaklinga sem hafa fengið heilaslag. Kynningin fer fram í Brauðgerðarhúsinu í verslunarmiðstöðinni við Sunnuhlíð og hefst kl. 16:00.
28.09.2023
Nýtt Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar er komið út.
25.09.2023
Fyrirlestur Sigurgeirs Guðjónssonar, sagnfræðings, í salnum á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, Vestursíðu 9, Akureyri, föstudaginn 29. september, kl. 13:30.
05.09.2023
Fræðaþing 2023 verður haldið í Reykjavík, í Fróða, fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar, föstudaginn 22. september, kl. 13:00 til 17:00, undir yfirskriftinni - Innan garðs og utan.
04.09.2023
Þessa dagana eru frumkvöðlar að koma sér fyrir hjá AkAk til að vinna að þróun nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna en samkvæmt samstarfssamningi Akureyrarbæjar og AkAk býðst einstaklingum að fá endurgjaldslausa vinnuaðstöðu hjá AkAk til að vinna að þróun verkefna á þessu sviði.
22.08.2023
Í tilefni af Akureyrarvöku verður AkureyrarAkademían með opið hús í húsakynnum sínum í verslunarmiðstöðinni að Sunnuhlíð 12, laugardaginn 26. ágúst, kl. 14:00-16:00, en þá ætlum við að kynna starfsemina og sýna vinnuaðstöðuna.
Öll velkomin í heimsókn. Heitt á könnunni og meðlæti.
15.08.2023
Í gær fór fram útför Sigrúnar Höskuldsdóttur, kennara og listakonu.
03.08.2023
AkureyrarAkademían auglýsir eftir umsóknum um vinnuaðstöðu til að vinna að þróun nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í samstarfi við Akureyrarbæ.
29.06.2023
Nýtt fréttabréf AkAk er komið út og þar er greint frá helstu tíðindum í starfinu frá því að síðasta fréttabréf var sent út í apríl sl.
26.06.2023
Hefð er fyrir því að félagar AkureyrarAkademíunnar fari í árlega vorferð til að skoða áhugaverða staði á Norðurlandi og næra félagsskapinn og andann.