13.05.2022
Ársfundur AkAk 2022 verður haldinn þriðjudaginn 24. maí nk. í húsnæði AkAk, Sunnuhlíð 12, Akureyri.
05.05.2022
Opinn fundur AkureyrarAkademíunnar og Háskólans á Akureyri, fimmtudag 17. maí, kl. 12:00 -13:00, í stofu M102 í Háskólanum á Akureyri.
02.05.2022
Ársfundur AkureyrarAkademíunnar (AkAk) 2022 fer fram þriðjudaginn 24. maí nk. og hefst kl. 19:30. Fundurinn er í húsnæði AkAk, Sunnuhlíð 12, Akureyri.
28.04.2022
Nýtt fréttabréf AkAk er komið út og þar er greint frá helstu tíðindum í starfinu frá því að síðasta fréttabréf var sent út í febrúar sl.
27.04.2022
Í gær hlýddu um 60 til 70 manns á fyrirlestur dr. Páls Jakobs Líndals umhverfissálfræðings um skipulagsmál sem hét: Hvers konar þéttbýli viljum við?
25.04.2022
ReykjavíkurAkademían óskar eftir að ráða tvo háskólanema í sumar, annan í upplýsingafræði og hinn í sagnfræði, til að vinna við rannsóknarverkefnið: Gagnagrunnur um starf og afurðir sjálfstætt starfandi fræðafólks. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og unnið í samvinnu við AkureyrarAkademíuna. Um er að ræða fullt starf í þrjá mánuði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. júní.
22.04.2022
Þriðjudaginn 26. apríl nk. mun dr. Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur, halda fyrirlestur á vegum AkureyrarAkademíunnar um skipulagsmál sem hefur yfirskriftina: Hvers konar þéttbýli viljum við?
19.04.2022
Pistill Steinunnar A. Ólafsdóttur um líf hennar sem doktorsnema í AkureyrarAkademíunni.
19.04.2022
AkureyrarAkademían og ReykjavíkurAkademían fengu nýlega styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til að ráða tvo háskólanemendur, annan í upplýsingafræði og hinn í sagnfræði, til að vinna gagnagrunn um fjölda, menntun, starfsaðstæður og verk sjálfstætt starfandi fræðafólks, sem á tímabilinu 1997 – 2021 starfaði um lengri eða skemmri tíma í ReykjavíkurAkademíunni og í AkureyrarAkademíunni.
19.04.2022
Þann 8. apríl sl. var fyrsti fyrirlesturinn haldinn í fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna á Akureyri og aðra bæjarbúa.