"Ótrúlegt en satt. Nokkrir furðu-kaflar úr sögu Akureyrar"

Til stóð, eins og áður, að bjóða íbúum heimilanna á Akureyri og öðrum bæjarbúum upp á fyrirlestra haustið 2021 en samkomutakmarkanir út af Covid-19 komu í veg fyrir það.

Ert þú frumkvöðull sem vantar vinnuaðstöðu?

AkureyrarAkademían auglýsir eftir umsóknum um vinnuaðstöðu til að vinna að nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefnum í samstarfi við Akureyrarbæ. Vinnuaðstaðan er án endurgjalds og er hugsuð sem styrkur til viðkomandi verkefna. Hún er í húsnæði AkureyrarAkademíunnar, Sunnuhlíð 12.

Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar júní 2021

Hér er þriðja fréttabréf AkureyrarAkademíunnar á þessu ári og í því er greint frá helstu tíðindum úr starfinu á vettvangi AkAk frá því að síðasta fréttabréf var sent út í apríl sl.

Saga netagerðar á Íslandi

Bókin, Saga netagerðar á Íslandi, eftir Sigurgeir Guðjónsson akademóna og sagnfræðing kom nýlega út í prentaðri útgáfu en áður var búið að gefa hana út sem rafbók. Útgefandi er Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM).

Fimmtudagsviðburðir á Iðnaðarsafninu í sumar

Í sumar verður Iðnaðarsafnið á Akureyri með viðburði á fimmtudögum.

Akureyrarbær og AkureyrarAkademían styðja frumkvöðlastarf

Akureyrarbær og AkureyrarAkademían hafa gert samstarfssamning sín á milli til næstu þriggja ára. Markmið samningsins er að styðja við frumkvöðlastarf, og um leið starfsemi Akademíunnar, með því að bjóða einstaklingum sem vinna að nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefnum upp á vinnuaðstöðu í húsnæði hennar án endurgjalds.

Stjórn og fulltrúaráð AkureyrarAkademíunnar starfsárið 2021-2022

Á ársfundi AkAk 2021 sem var haldinn fimmtudaginn 20. maí sl. fóru m.a. fram kosningar í stjórn og fulltrúaráð á komandi starfsári.

Úthlutun úr Menningarsjóði Akureyrar

Meðal verkefna sem Menningarsjóður Akureyrar styrkir á þessu ári er samstarfsverkefni AkureyrarAkademíunnar og öldrunarheimilanna í bænum sem felur í sér að akademónar halda fyrirlestra á heimilunum fyrir íbúana sem eru jafnframt opnir öðrum bæjarbúum.

Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar apríl 2021

Hér er annað fréttabréf AkureyrarAkademíunnar á þessu ári og í því er greint frá helstu tíðindum úr starfinu á vettvangi AkAk frá því að síðasta fréttabréf var sent út í febrúar sl.

Ársfundur AkureyrarAkademíunnar 2021

Ársfundur AkureyrarAkademíunnar (AkAk) 2021 verður haldinn fimmtudaginn 20. maí nk. kl. 20:00 í fundarsal KFUM/K í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð 12, Akureyri. Gengið er upp tröppur að sunnanverðu og er salurinn á 2. hæð. Gætt verður í hvívetna að reglum um sóttvarnir og fjarlægðarmörk en í salnum er rúm fundaraðstaða.